Sunday, March 30, 2008

Útþrá..

..þreyta og kuldi hrjá mig.

Annars er ég sátt.

Thursday, March 20, 2008

Orð

Er orðið "reseft" (svona blað sem maður fær frá lækninum og fer með í apótek) bara mega íslensk útgáfa af enska orðinu fyrir kvittun - "receipt"?

Og hefur enska orðið "disgusting" eitthvað að gera með spænsku sögnina "gustar"?

Og varð íslenska orðið "kaupmaður" til vegna þess að flestir þeir sem komu til Íslands að versla voru frá Köben?

Wednesday, March 12, 2008

Krakkhóra

Áður en ég fór út, bjó ég til blogg. Ég bjó til tvö blogg.
Eitt var bara svona blogg, og hitt var krakkhóran. Það átti að vera svona blogg fyrir dótið sem myndi gera mömmu og pabba hrædd um mig. Þannig gæti ég miðlað ráns- og hrakfallasögum án þess að fá foreldra mína til Ekvador í næstu flugvél til þess eins að sópa mér beint aftur heim.
Svo fannst mér líka svolítið fyndið að hafa blogg sem héti svona ljótt, og við Hörður tókum meiraðsegja krakkhórumyndir til að hafa sem bakgrunn á nýja fína krakkhórublogginu.

Allavegana, þá gafst ég strax upp á þessu. Ég komst fljótt að því að ég átti í mestu erfiðleikum við að halda einu bloggi gangandi, og sá að krakkhóran yrði ekkert nema mögulega fyndin hugmynd.
Þó eru tvær færslur á krakkhórunni, sú fyrri segir orðrétt: "ef ferðin verður skemmtileg, verður eitthvað skrifað hér, annars ekki."

Þá veit ég það.. það var ekki skemmtilegt í útlöndum.

Það er líka gaman að nefna það að Droplaug er með hlekk á krakkhóruna á blogginu sínu... takk D.



Annars ætlaði ég ekkert að tala um það, heldur benda fólki, eða kannski bara minna sjálfa mig á dálítið..:



Mér finnst þetta svolítið gott.. þetta er land með fána þjóðsöng, gjaldmiðil, vegabréf og allt. Held reyndar að það sé búið að selja það hæstbjóðanda.

Það stóð allavegana til.

*Þetta blogg er tileinkað Benna Hall, sem bað mig um að blogga einhverntíman í janúar