Tuesday, July 8, 2008

Djúp speki

Haha, stjórnuspá dagsins í dag:

VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar
Velgegni í dag reynist þér auðveld. Þú heldur þig við reynda formúlu og ættir að breyta þeim sem ekki virka lengur.



Ég sé ekki fyrir mér mikla velgengni þegar ég sit heima hryggbrotin og má ekki fara út úr húsi.
Eða kannski mun mér ganga einstaklega vel að horfa á sjónvarpið í dag?

Monday, July 7, 2008

Hryggbrot og sjónvarp

Á National Geographic stöðinni eru mjög flottir og vel gerðir heimildaþættir í gangi. En það er bara einum of vandræðalegt þegar það er alltaf verið að skjóta inn svona "reenactment" brotum, þar sem einhver frekar lélegur leikari er að þykjast gráta eftir að hafa skotið niður íranska farþegaþotu. Og þegar þrír leikarar þykjast vera að skríða út úr Pentagon 11. september.

---

Um daginn (fyrir svona mánuði) horfði ég á Dr. Phil þátt þar sem doktorinn var að tala um sjálfsmynd og það að við ættum öll að vera ánægð með okkur eins og við erum, og hætta að reyna öll að falla í sama formið.
Hann endaði þáttinn á því að senda feita stelpu í megrun, og gefa þremur gellum brjóstastækkun.
-án gríns.