Tuesday, May 22, 2007

Jííha

Jámm, myndir komnar á Flickrið frá göngunni frá Lloa til Mindo, og svo frá annarri göngu nálægt Papallacta, sem við héldum í fjögur um helgina.. Tékk itt.


p.s. Það var geggjað mikið af leðju í Papallacta göngunni, upp að hnjám mestallan tímann.


Ciao, Shalom

Friday, May 11, 2007

A ver..

Ég er í Quito.. Var að koma úr innflytjendaráðuneytinu þar sem ég náði mér í vegabréfsáritun upp á aðra þrjá mánuði. Mér finnst skrýtið að fyrstu þrír mánuðurnir séu strax búnir. Finnst ég bara nýkomin. Ég verð reyndar aðeins lengur en sex mánuði allt í allt, svo að ég þarf að fara út úr landi í einhvern tíma, en það passar bara vel þar sem ég ætla mér að heimsækja hana Ragnheiði Hörpu, sem hefur eitthvað verið að dúlla sér í Perú síðasta árið.
Mér líkar Quito ótrúlega vel, og gæti alveg hugsað mér að búa hérna. Þetta er stórborg, en er samt svo ótrúlega vinaleg og hlý.
Hérna í Quito gera þau eitt sem mér finnst mjög fallegt. Ef þú labbar um göturnar og hefur augun hjá þér geturðu víða séð stór blá hjörtu máluð á jörðina. Þessi hjörtu eru máluð þar sem fólk deyr í umferðinni. Mér finnst það gott, bæði vegna þess að það er verið að minnast fólksins sem lést, og vegna þess að þetta er áminning á alla aðra að fara varlega. Sorglegast fannst mér samt að sjá tvö hjörtu hlið við hlið: eitt stórt, eitt lítið. Mér finnst að þetta ætti að gera allstaðar.

Annars er rigningatímabilinu að ljúka: Húrra fyrir því! ..ég er orðin frekar þreytt á daglegu rigningunni sem kemur yfirleitt á milli þrjú og fimm og endist svona þrjá klukkutíma. Núna eru rigningarlausir dagar farnir að koma oftar, og krakkarnir leika sér ótrufluð fram að sólsetri. Við krakkarnir erum glöð, en foreldrarnir hafa áhyggjur; þurrkurinn sem er á leiðinni á eftir að koma illa niðri á uppskerunni, og maturinn verður af skornum skammti næstu mánuðina.
Þetta eru árstíðirnar í Ekvador; rigning og þurrkur. Þegar ég segi fólki að ég komi norðarlega af hnettinum (glætan að þau viti hvar Ísland er, vinur minn frá Englandi er oft spurður hvort landið hans sé nálægt Kólumbíu) þá verða þau rosa spennt og spurja hvort við höfum árstíðir í landinu mínu. Fyrsta spurningin, það klikkar ekki.
Annars gengur allt bara vel. Ég ætlaði að skella símanúmerinu mínu hérna inn, en ég man það ekki, svo ég þarf að spurja mömmu og pabba fyrst. Svo get ég bombað því hérna inn, jafnvel ásamt heimilisfangi..

Kayakama!
-Salómína