Tuesday, October 30, 2007

Bessastaðir

Mamma las það í einhverju blaðanna fyrir stuttu að nýkjörinn forseti Argentínu væri kona, Cristina Fernandez de Kirchner. Hún las fréttina upphátt fyrir mig, vandaði sig rosa að bera fram nafnið hennar, og við vorum báðar hæst ánægðar með þessa fínu frú.
Svo byrjuðu kvöldfréttirnar og þá var talað aðeins meira um forseta Fernandez þar sem meðal annars kom fram að frúin er lögfræðimenntuð. Þá leit mamma hægt á mig með augun galopin, spennt eins og einhver æðri sannleikur hefði vitrast henni, og sagði: "Kannski verður þú forseti.."

Sunday, October 28, 2007

Árið þúsund

Á föstudaginn fór ég í heimspekipartý. Hresst lið. Þegar ég sagðist vera vinkona hennar Júlíu stukku tveir drengir á mig, gripu í peysuna mína og grátbáðu mig um að komast að því hversvegna Júlía hataði þá svona mikið. Svo báðu þeir mig að segja henni að þeir væru ljúfir menn, og að þeir vildu bara að henni líkaði vel við sig. Júlía kom að sjálfsögðu af fjöllum þegar ég réðst á hana með lofsræðu um Sigurð og Ella.

Tuesday, October 9, 2007

Heimspekineminn

Júlía vitnaði í Karl Marx í heitapottinum áðan: "Öryrkjar allra landa sameinst!"