Hvað gerðist?
Ég yfirgaf Montañita, borðaði yndislegan mat í Ayampe, gekk um evrópskar götur Cuenca, svaf í hostelherbergi með rauðu loftljósi í Loja, og er núna komin í langlífisdalinn, Vilcabamba.
Hér er ég í lúxuslifnaði í hæðunum fyrir ofan bæinn. Það er fáránlegt. Ég er samt að borga 9 dollara fyrir nóttina, sem er helmingi meira en ég er vön. En þessir níu dollarar gefa mér fallegt herbergi með undursamlegum rúmum og baðherbergi, sundlaug umlukta trjám, plöntum og blómum, morgunverðarhlaðborð (pönnukökur, namm!) Billiardborð, borðtennis, pílukast, sjónvarp og dvd myndir, hjól til að komast leiða minna, hádegismat, og gullfallegt útsýni. Ég veit að ég hef gleymt slatta.. en upptalningin í heild sinni yrði of löng (þessi upptalning er nú þegar orðin lengri en manneskja með eðlilegt athyglisspan nennir að lesa.)
Hér ætla ég að vera í tvo daga í viðbót. Svo liggur leiðin til Perú. 8 tíma rúta til Piura, á Hölluslóðir, jibbí!
Annars er ansi stutt í heimkomu. Óhuggulega stutt. Mánuður og fimm dagar, ekki meir. En tölum ekki um það núna. Ég ætla að hjóla aftur upp hæðina, stinga mér í sundlaugina, borða kaktus og spila risaskák.
Þangað til í Perú,
Slalom
Wednesday, July 18, 2007
Friday, July 13, 2007
Isla de la Plata
Jæja, þá er ég komin aftur á ströndina.. þriðja kyrrahafsheimsóknin á nokkrum mánuðum. Er núna í bæ sem heitir Montañita og er heví næs. Símon heitir ferðafélaginn minn, en han er hinn sjálfboðaliðinn sem er eftir. Allir hinir farnir, enda skólaárinu lokið. Öll húsin hérna eru byggð úr bambus.. sem mér finnst fáránlega heillandi. Kom hingað líka í febrúar, en hitinn er mun bærilegri núna þar sem það er "vetur" en það þýðir bara 25 til 30 stiga hiti og sól í stað 30 til 40 stiga hiti og sól.
Í gær vorum við í fiskiþorpinu Puerto Lopez, og fórum í æðislega ferð til Isla de la Plata (silfureyjunnar) sem er einnig þekkt sem Galápagos eyjar fátæka mannsins. Við fórum 14 saman í bát sem líktist einna helst snekkju, og viti menn, hittum hvali á leiðinni. Þrjá hvali sem voru að leika sér í nokkurra metra fjarlægð frá bátnum, stökkvandi og stingandi sér eins og hinir mestu montrassar. Það var engin smá heppni, því vanalega (ef fólk er heppið) sér það hval lulla sér rétt undir yfirborðinu í tvær mínútur áður en hann hverfur. Svo fórum við á eyjuna þar sem allt var skraufþurrt því það hefur ekki rignt í ég veit ekki hvað langan tíma. Ekki grænan blett að sjá. Þar sáum við "blue footed boobies", ótrúlega fyndna fugla með skærbláa fætur, albatrossa, hákarla, eðlur, og fleiri exótíska fugla sem ég man ekki fyrir fimmaur hvað heita. Við röltum um eyjuna í 4 tíma áður en við fórum aftur í snekkjuna okkar. Svo sigldum við á hinn enda eyjunnar og snorkluðum. Það var fáránlegt! ..Ég átti nefnilega fiskabúr þegar ég var lítil sem innihélt 24 fiska. Ég sá í hið minnsta helminginn af þeim syndandi fyrir framan nefið á mér. Fyndnast var að sjá ryksugufiskana!
Svo sóluðum við okkur á bátnum og stukkum af þakinu ofan í sjóinn, borðuðum samlokur, ananas, melónur, og drukkum gos. Sigldum svo aftur á meginlandið og horfðum á sólina setjast. Sungum ekvadoríska þjóðsönginn, og kvöddum hvalina.
Í gær vorum við í fiskiþorpinu Puerto Lopez, og fórum í æðislega ferð til Isla de la Plata (silfureyjunnar) sem er einnig þekkt sem Galápagos eyjar fátæka mannsins. Við fórum 14 saman í bát sem líktist einna helst snekkju, og viti menn, hittum hvali á leiðinni. Þrjá hvali sem voru að leika sér í nokkurra metra fjarlægð frá bátnum, stökkvandi og stingandi sér eins og hinir mestu montrassar. Það var engin smá heppni, því vanalega (ef fólk er heppið) sér það hval lulla sér rétt undir yfirborðinu í tvær mínútur áður en hann hverfur. Svo fórum við á eyjuna þar sem allt var skraufþurrt því það hefur ekki rignt í ég veit ekki hvað langan tíma. Ekki grænan blett að sjá. Þar sáum við "blue footed boobies", ótrúlega fyndna fugla með skærbláa fætur, albatrossa, hákarla, eðlur, og fleiri exótíska fugla sem ég man ekki fyrir fimmaur hvað heita. Við röltum um eyjuna í 4 tíma áður en við fórum aftur í snekkjuna okkar. Svo sigldum við á hinn enda eyjunnar og snorkluðum. Það var fáránlegt! ..Ég átti nefnilega fiskabúr þegar ég var lítil sem innihélt 24 fiska. Ég sá í hið minnsta helminginn af þeim syndandi fyrir framan nefið á mér. Fyndnast var að sjá ryksugufiskana!
Svo sóluðum við okkur á bátnum og stukkum af þakinu ofan í sjóinn, borðuðum samlokur, ananas, melónur, og drukkum gos. Sigldum svo aftur á meginlandið og horfðum á sólina setjast. Sungum ekvadoríska þjóðsönginn, og kvöddum hvalina.
Tuesday, July 3, 2007
Tulcán og Kólumbía
Jáh, við Símon skruppum til landamærabæjarins Tulcán í fyrradag og spókuðum okkur aðeins. Skoðuðum kirkjugarðinn sem er án efa sá fegursti í Suður Ameríku, ef ekki í heiminum. Kirkjugarður svo fallegur að hann býður manni að deyja. Hann er ótrúlega stór, þakinn öllum þeim fígúrum sem manni getur látið sér detta í hug.. klipptar út í sígræna runna. Langir grænir völundarhússtígar og grafhýsi. Eftir að við vorum búin að labba um kirkjugarðinn í nánast fjóra tíma var farið að dimma, svo við keyptum okkur kínverkan teikát og horfðum á die hard tvö sem var í sjónvarpinu sem var á hótelinu okkar (Geggjað! Hafði ekki horft á sjónvarp í þónokkra mánuði) Úttroðin af vestrænni menningu fórum við svo að sofa alsæl.
Dagin eftir ákváðum við síðan að skella okkur aðeins til Kólumbíu. Við byrjuðum á því að fara ólöglega inn í landið. Slepptum öllu immigration prósessinu, og valhoppuðum yfir til Kólumbíu. Svo nefndi Símon vegabréfið sitt í einhverju spjalli og þá rann upp fyrir okkur að við höfðum alveg gleymt vegabréfastússinu. Við auluðumst aftur yfir til Ekvador og Fengum leyfi til að yfirgefa landið, og annað leyfi og stimpil til Kólumbíu. Svo fórum við aftur yfir landamærin, löglega í þetta skiptið. Kólumbía var mjög skemmtileg, þótt við höfum ekki farið langt inn í landið. Við fórum á mest heimsótta pílagrímaáfangastað í Suður Ameríku, klettavegg í gljúfri þar sem María mey er sögð hafa birst árið 1750. Nú er búið að byggja undurfallega kirkju í klettavegginn, og er altarið staðurinn sjálfur þar sem María mey birtist lítilli daufdumbri stúlku og móður hennar.
Við drukkum ljúffengt kaffi og borðuðum karamellur. Að lokum fórum við aftur til Ekvador. Í bílnum á leiðinni til Tulcán var ótrúlega mikið af hressu og skemmtilegu fólki og það vara rosa fjör alla leiðina, og mikið spjallað. Þegar við vorum að keyra inn í Tulcán spyr bílstjórinn hvort við hefðum þurft að bíða lengi í immigrationinu á leiðinni út úr Kólumbíu. Ha? Sögðum við.. við fórum ekki í neitt svoleiðis.
..Aftur höfðum við farið ólölgega yfir landamærin. Bílstjórinn varð mjög alvarlegur og sagði að þetta væri alls ekki gott, því að tæknilega værum við ennþá í Kólumbíu. Svo var brunað til baka að landamærunum og við fengum rétta stimpla.
Hefði bílstjórinn ekki spurt okkur að þessu hefðum við heldur betur lent í vandræðum þegar löggurnar hópuðust inn í rútuna okkar stuttu seinna og heimtuðu pappíra.
Aular.
Dagin eftir ákváðum við síðan að skella okkur aðeins til Kólumbíu. Við byrjuðum á því að fara ólöglega inn í landið. Slepptum öllu immigration prósessinu, og valhoppuðum yfir til Kólumbíu. Svo nefndi Símon vegabréfið sitt í einhverju spjalli og þá rann upp fyrir okkur að við höfðum alveg gleymt vegabréfastússinu. Við auluðumst aftur yfir til Ekvador og Fengum leyfi til að yfirgefa landið, og annað leyfi og stimpil til Kólumbíu. Svo fórum við aftur yfir landamærin, löglega í þetta skiptið. Kólumbía var mjög skemmtileg, þótt við höfum ekki farið langt inn í landið. Við fórum á mest heimsótta pílagrímaáfangastað í Suður Ameríku, klettavegg í gljúfri þar sem María mey er sögð hafa birst árið 1750. Nú er búið að byggja undurfallega kirkju í klettavegginn, og er altarið staðurinn sjálfur þar sem María mey birtist lítilli daufdumbri stúlku og móður hennar.
Við drukkum ljúffengt kaffi og borðuðum karamellur. Að lokum fórum við aftur til Ekvador. Í bílnum á leiðinni til Tulcán var ótrúlega mikið af hressu og skemmtilegu fólki og það vara rosa fjör alla leiðina, og mikið spjallað. Þegar við vorum að keyra inn í Tulcán spyr bílstjórinn hvort við hefðum þurft að bíða lengi í immigrationinu á leiðinni út úr Kólumbíu. Ha? Sögðum við.. við fórum ekki í neitt svoleiðis.
..Aftur höfðum við farið ólölgega yfir landamærin. Bílstjórinn varð mjög alvarlegur og sagði að þetta væri alls ekki gott, því að tæknilega værum við ennþá í Kólumbíu. Svo var brunað til baka að landamærunum og við fengum rétta stimpla.
Hefði bílstjórinn ekki spurt okkur að þessu hefðum við heldur betur lent í vandræðum þegar löggurnar hópuðust inn í rútuna okkar stuttu seinna og heimtuðu pappíra.
Aular.
Subscribe to:
Posts (Atom)