Jáh, og þá er komið að því. Síðasti dagurinn minn í Ekvador. Vélin fer í loftið klukkan 6:40 í fyrramálið, þriðjudaginn 21. ágúst. Svo lendi ég í Keflavík einhverntíman á fimmtudaginn, ekki viss með tímasetninguna. En núna þarf ég að segja bless við Ekvador.
Þetta var ótrúlegt, magnað. Perú og Bólivía voru líka frábær, þótt mér hafi tekist að sleppa þeim alveg sökum pirrings og ósættis við Bólivísk netkaffihús.
Kannski ég fleygi inn einhverjum sögum seinna, en líklegast þurfið þið bara að hitta mig.. og þá mun ég verða mjög pirrandi og ekki hætta að blaðra og þið eigið eftir að hugsa: "Vá, já ég veit að þú varst í Suður Ameríku Salóme.. nenniru núna að þegja?"
En þið verðið bara að gefa mér tíma til að fatta að ég er pirrandi.
Núna þarf ég að fara að pakka. Sjáumst innan skamms.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment