Sunday, January 7, 2007

Aðgerðarleysi

Ég er ekki í skóla, og ég er atvinnulaus. Það hljómar fyndið.
Á morgnana þegar hinir krakkarnir smella á sig skólatöskunum, setja upp gleraugun og hlusta á kennara kenna, þá er ég sofandi. Ég sef skringilega og ekki sérlega mikið, en samt finnst mér ég alltaf vera sofandi. Þegar ég er ekki sofandi liggur í mér þessi stöðuga sektartilfinning sem ýtir á mig að sinna heimanáminu. Tilfinning sem hefur verið alin upp í mér frá því í svona.. fjórða bekk. Ég var hinsvegar orðin afbragðsgóð í að hundsa þessa tilfinningu, alveg þangað til hún náði í skottið á mér í lok hverrar annar -í desember varð hún sterkari en nokkru sinni áður og er ennþá að naga mig í bakið. Líkaminn er svo ótrúlega vanur þessu að þótt ég viti sjálf að það hangi engin verkefni yfir mér, er samviskubitið orðin rótgróinn undirtónn í flestum vökustundum mínum.

Það sem ég geri á daginn:

Prjóna
Spila á selló (ég myndi líkja sellógetu minni við getu fimm ára barns)
Spila á gítar
Spila á þverflautu
Spila á blokkflautu
Spila á panflautu
Spila á hljómborð (eldgamla casio gaurinn)
Spila á sílafón
Tölvast
Sjónvarpast
Ekkert

Ég vorkenni rosa mikið fólkinu í húsinu mínu því ég er hreinræktaður glamrari.


Ég ætla samt að reyna að bæta við "Nota tannþráð" á listann. Tannlæknirinn minn var nefnilega að segja mér það að ég er komin með skemmd. Ég hef aldrei fengið skemmd áður og því hræðist ég 19. janúar af öllu afli. Ef einhver vill koma með hugreystandi tannlæknasögur verð ég mjög glöð. Ef einhverjum finnst fyndið að hræða mig meira verð ég leið.

5 comments:

Anonymous said...

Einu sinni þegar ég var lítill, þá fékk ég dót þegar ég var búinn hjá tannlækninum!

Anonymous said...

ó anonymous. what an interesting life you do lead.
en hei það er enginn is í mínum frysti! og sigrún er að fara út á morgun! pant þú búa hér á meðan og við gerum eitthvað i þessu með frystirinn

Salóme said...

Takk anymouse. Ég hef ákveðið að biðja klinkuna um gjöf eftirá.

Júlía, ég ætla að kaupa ís á leiðinni til þín núna, og héðan í frá skal alltaf vera til ís í frystinum þínum!

Anonymous said...

any mouse. HAH. Skildir þú vaka? Ég velti vöngum.

Halla Mía said...

ég held að nágrannar þínir yrðu ennþá ánægðri ef þú fengir þér svissneska sekkjarpípu og svo gætiru farið og spilað fyrir tannlækninn þinn og fengið ábyggilega allan dótaskápinn ;)