- Í dag er tæknilega 20. janúar (klukkan er hálf þrjú að nóttu til)
- Þegar mánaðardagarnir eru orðnir tveggja stafa tala sem byrjar á 2 eða 3 er mánuðurinn alveg að verða búinn og næsti mánuður er eiginlega bara svo til byrjaður.
- Ég fer 12. febrúar, sem er eiginlega svona alveg í byrjun febrúar (ef maður er ótrúlega lélegur í stærðfræði og hundsar þá staðreynd að það eru bara 28 dagar í febrúar)
- Þannig að ég er í rauninni bara að fara rétt strax!
..Dæmalaust alveg hvað tíminn getur liðið hratt.
5 comments:
þú ert næstum því löngu farin!
hvað verður þá um ljóðakeppnina?
og dæmalaus ert þu líka mín kæra.
Hih hih hih.
Vá mamma mín á akkurat afmæli 12.febrúar og þá verður hún akkúrat 50 ára, þvílík stærðfræði!!!
-Íris Sif
vá
það væri fyndið/ömurlegt ef þú fyndir svo enga tölvu með internettengingu í america del sur og þetta yrðu einu færslurnar á blogginu þínu. frekar sorglegt. en ég held að það sé alveg net-kaffihús á ekvador, þau voru allaveganna tvö í Havana, og það er kommúnistaríki. Beat that!
spenningur vuhuhuhu!!!!
Snæ
Post a Comment