Sunday, January 28, 2007

Myndamaður

Pabbi var að benda mér á það að bærinn sem ég er að fara að búa í er bara 25 km frá miðbaug (sem er tæplega vegalengdin frá MH út á Kjalarnes). Það þýðir að í kringum hádegi þann 21. mars (og líklega einnig dagana í kring) mun ég ekki mynda neinn skugga. Sólin verður beint yfir kollinum á mér.
Það finnst mér svalt..


Já, svo var ég að rekast á síðuna hans Noah Kalina:






Þessi maður hefur tekið mynd af sér á hverjum degi í 7 ár. Hérna er hægt að sjá síðastliðna 6 mánuði.
Það finnst mér merkilegt..

(15 dagar)

10 comments:

OlgaMC said...

hann er frekar krípi

Anonymous said...

ég held eg beili á þessarri síðu...
mér leiðist ekki alveg nogu ógeðslega mikið.
en pant vera í huga þer þegar þú myndar engan skugga.

Anonymous said...

Hæ Salóme, bloggið lofar góðu!
En hey ég þekki líka einn svona gaur sem tekur myndir af sér daglega, alveg magnaður náungi
http://russellhiggs.shutterchance.com/archive.php

Einar Aðalsteinsson said...

Kæra Saló.
Þetta bjargaði lífi mínu eftir hádegi. Ég skoðaði síðustu sjö árin. Bíð spenntur eftir öðrum tilgangslausum tengli. Gerir vinnudaginn fljótari að líða...

Salóme said...

Haha, gott að heyra.. hann gerði líka myndband sem er samansett úr öllum þessum myndum. Tékkaðu á því.

http://www.vimeo.com/clip:99392

Salóme said...

..þ.e.a.s. ef þú hefur ekki gert það nú þegar.

Anonymous said...

myndbandið er dáleiðandi
dásamlegt

Anonymous said...

Haha, stormerkilegt. Frekar kripi lika hvernig hann heldur svipnum a hverjum degi.

Fyndin paeling.

gunnur said...

Já, já og þessi lika.... http://www.c71123.com/daily_photo/ ætli þetta sé að verða eitthvað "hit"

Anonymous said...

mig dreymdi þennan mann. ég var búin að hengja Allar myndirnar af honum upp á vegg. það var krípí.
allt þér að kenna Salóme!