Jæja. Það fer að líða að þessu. Hér höfum við fyrstu færsluna á þetta svæði sem mun gegna því hlutverki að tengja mig við umheiminn, ykkur.. Íslendingana mína. Ef ætlunarverkið heppnast og ég stend mig, þá eigið þið eftir að getað lesið hér um líf mitt og ævintýr í henni Suður Ameríku. Ég er rosalega mikið að treysta á það að ég hafi einhvern aðgang að tölvum þarna í bænum mínum. Það getur ekki annað verið en að það reddist, ef enga tölvu verður að finna í húsinu mínu.
En það eru semsagt 39 dagar í það að ég haldi af landi brott. Ég flýg frá Keflavík til New York þann 12. febrúar. Flugið mitt til Ekvador fer þó ekki fyrr en þann 14., svo ég fæ að gista hjá Gauta og Helimu (bróður Völu mágkonu og konunni hans) þessar tvær nætur. Ég er mjög spennt fyrir New York, þótt ég nái tæpast að drepa niður fæti áður en ég þarf að halda áfram. Eftir stutta viðkomu í Houston lendi ég í Quito, höfuðborg Ekvador, þar sem ég gisti nóttina áður en haldið verður til Otavalo, bæjarins míns, 0,13° norðan við miðbaug. Í Otavalo búa mestmegnis frumbyggjar Ekvador, en hann er víst líka eitthvað frægur fyrir risastóra markaðinn sem hefur verið þar frá því fyrir tíma inkanna.
Fyrir þá sem enn eru óvissir á tilgangi þessarar ferðar, þá er ég að fara sem sjálfboðaliði á vegum samtakanna Cielo Azul. Ég er semsagt að fara að kenna ensku í einhverjum af þeim mörgu undirmönnuðu og fátæku skólum sem eru þarna á svæðinu. Mamma og pabbi (sem eru meira en lítið stressuð yfir þessu öllu saman) eru þó búin að vera að reka nettan hræðsluáróður hérna heima síðustu dagana. Þau hafa verið að gantast með það að þetta gæti nú bara allt eins verið eitt heljarstórt svindl og peningaplokk, pabbi nefndi það meira að segja hvað það væri nú fyndið ef að ég kæmi loks til Otavalo, og þar væri ekkert. En ég læt þetta sem vind um eyru þjóta.
..ef þau hefðu í hyggju að ræna mig, þá væri þetta ekki frítt!
Hér með lýkur fyrstu færslu Salóme
E.s. Nafnið salómelóme kemur úr óperu sem samin var um mig í Grikklandi. Ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama (semja um mig óperur).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Til hamingju með bloggsíðuna þína... ég mun fylgjast með... en ég bíð líka spenntur eftir krakk-órunni...
bæs
stundum óska ég þess að ég væri líka "ÞRUMUKISI!!"
en maður er kannski ekki svo lánsamur. Mætiru ekki í gleðskap hjá mér í kvöld? Trivial Pursuit og læti.
djamm. ég kíki hingað oft. og þú kíkir í kvöld á laugarann eftir giggið. dé joð amm
-júlía hin
eg er satt vid tig stelpa og hlakka til ad heyra fra ter (fokk eg hata ad haf ekki islenska stafi a lyklabordinu) kv SNæfridur
því miður meinti ég ekki þetta með trivialið.
ekki.
yeah! hlakka til að fylgjast með, og komast að hvort þetta sé peningplokk áður en ég fer ;)
Post a Comment