Thursday, March 22, 2007

Sólbruni

Ég er orðin hard kor indígena. Í gær voru karlmennirnir að plægja akurinn. Ég arkaði til þeirra með brauð, baunir og maís bundið á bakið, vefjarhött (sólin er núna beint á kollinum á manni. Engir skuggar, jibbí!), og staf í hönd vegna þess að ég var að reka á undan mér hóp af kindum. Leiðin að akrinum er mjög erfið. Maður labbar í gegnum kornakra og aur og allt í svo geðsjúkum halla að það er erfitt að halda jafnvægi. Þess vegna var ég berfætt, gerir það auðveldara að fóta sig. Ég datt. Þegar ég kom á akurinn sem er falinn inn í djúpum dal, sá host-mamma mín að ég hafði skrapað upp á mér olnbogann. Hún reif samstundis burt alla lausa húð og sagði: "Ég ætla að láta kanchigis á sárið, það er græðandi." Jújú, sagði ég.. skildi ekki hvað það var en gerði ráð fyrir að það væri einhver jurt. En neinei, stingur konan ekki hendinni inná blússuna, vippar út vinstra brjóstinu, og mjólkar sig yfir hendina mína. það er ekki margt lengur sem ég kippi mér upp við hérna. En þessu bjóst ég ekki við.
Svo plægði ég akrana með mönnunum og nokkrum konum. Það var rosa vinna, sérstaklega af því það var steikjandi hiti og sólin á hæsta punkti. Ég þurfti líka virkilega að taka mig á í geitungahræðslu þegar ég þurfti að fara að bera illgresishrúgur af akrinum og yfir í risastóran haug. Ég spurði Dolores (brjóstakonuna) hvaða hljóð þetta væri eiginlega. Einhverskonar ymur sem lét manni klæja í eyrun.. Hún sagði mér að þetta væru geitungarnir að hlæja. Þeir mega alveg hlægja fyrir mér, bara ekki í hrúgunum sem ég þarf að halda á.
Sjáðu fyrir þér hrúgu af illgresi. Í hrúgunni eru sveimandi tíu til tuttugu geitungar. Þú þarft að stinga höndunum þarna inn, lyfta þessu upp, og rogast með það dálítinn spöl. Svo þarftu að henda því á þá tugi geitunga sem sveima um í stóru hrúgunni.
Úff.

Á sunnudaginn var skírn. Það var verið að skíra níu mánaða dóttur fólksins sem ég bý hjá, og ellefu mánaða sonarson þeirra. Þetta var fyrsta Evangelíska messan sem ég fer í. Spes, mikið sungið, rosa módern, rosa falskt. Plast-garðstólar og gítar. Allavegana þá tók ég eftir því að út í horni við altarið lá strigapoki. Þegar verið var að skíra börnin tók pokinn að hreyfast öðru hvoru, meira og meira, þangað til allt í einu hann stóð upp og kjagaði fram á kirkjugólfið. Kona kom hlaupandi og fjarlægði pokann, kom stuttu seinna með nýjan og lét hann í þetta skiptið við fætur prestsins sem var nú að skíra seinna barnið. Við fórum áður en ég sá hver yrðu afdrif þess sem í pokanum var. Svín eða lamb. Fórn? ..vonum ekki.

Ó já, svo var veisla eftir á. Ég fékk baunir, ananaskartöflu* og lambslunga. Afþakkaði naggrísinn. Kannski seinna.
*Kartafla á stærð við ananas. Ég eyddi morgninum sitjandi á fötu í hefðbundnum búningi frumbyggjanna að flysja þessar kartöflur ásamt nokkrum tannlausum konum. Ólíkt heima, þá er ástæðan fyrir því að þau flysja kartöflurnar hérna sú að þá getur maður séð hvar maðkarnir eru og skorið þá burt.
Gömlu konurnar hérna eru snillingar. Ef aðeins ég talaði kichwa.



Það er ein setning sem kemur í kollinn á mér hvað eftir annað. Oftast þegar ég ligg í hengirúminu mínu, ligg í grasinu að borða karamelluepli eða dáist að útsýninu á fleygiferð í þaklausum vörubíl: Ég er ótrúlega ánægð með lífið mitt akkúrat núna.

10 comments:

Anonymous said...

þetta hljómar allt svo skrítið og samt svo fallegt! ég sakna þín mín, en ég er svo glöð fyrir þína hönd yndisleg. hetja!

knús í ormakrús (innlegg leu)
venjulegt en samt stærra knús frá mér
Rakelin þín

Anonymous said...

oooo jesus maria josep tetta er svo spes eitthvad hja ter...va hvad tu munt hafa fra morgu ad segja tegar tu kemur til baka;)
Hló mig mattlausa af brjostakonunni hehe

Anonymous said...

Elsku Salóme,
þakka þér fyrir sendinguna! Lillan fékk að fara í kjólinn í dag og ég er eiginlega að vona að við fáum heimsókn, svo ég geti sýnt hvað hún er flott í kjólnum:)
Þú verður að afsaka en ég bað mömmu þína um slóðina...og nú er ég búin að lesa allt sem þú ert búin að skrifa:) Mjög skemmtileg síða fyrir mæður í orlofi!
Nú veit hvað ég geri þegar Kristian Óskar kemur með sár úr leikskólanum - algjör snilld.

Hafðu það sem allra best,
Irena og co.

Anonymous said...

Hahaha!
Vá hvað ég hefði verið til í að sjá svipinn á þér þegar mamma þín sprautaði á þig brjóstamjólk!
Gaman að lesa... haltu áfram að gera skrítna hluti! ...og gott að þú ert ánægð með lífið!
Kveðja,
Hörður

Anonymous said...

þessi færsla er bara snilld.
hlakka til að heyra meira.
Júlla Pönk (júlía emm)

Anonymous said...

skoðaðu greinina mina á
www.politik.is
og fokk klukkan er korter í sjö
mig langar í bakarí. með yður.
að sjálfsögðu.

Anonymous said...

Salóme mín, er önnur færsla á leiðinni? Ég er farin að iða í skinninu eftir að fá að heyra fleira furðulegt og skrítið og dásamlegt!

Rakel kvittar

Anonymous said...

Ég get ekki sagt annað en að ég fyllist öfund þegar ég les þetta! Og hvað er málið með að láta mynd af fótnum á mér á netið??

Kveðja
Birta:)

Anonymous said...

jæja vinan... er ekki komin timi a færslu

Anonymous said...

They found themselves in the stormKunbi tribe was something I wanted to do very frantically out of a sense of shameAs it offers something to suit every one's tastes,It is also abdominal fat growingRepeat performing artists from last year[url=http://www.coastdress4sale.co.uk/index.php]Coast Dresses[/url] Rich very few states had mottosAnd people seem to obsess over many methods from hair to makeup to god knowsWhile visitors are welcome the Arabella requires every player to have an official handicap and a subscription card or handicap certificate must be brought to the club on the day of playI told her that i was flying in from the east coast with regard to my first fitting[url=http://www.coastdress4sale.co.uk/index.php]Coast Dresses[/url] But saw Yu Chinese big wave that fishing rod all of the sudden and slowly to in water slip to goIs about as traditionalistic a Republican candidate as we have had in a long time