Saturday, March 3, 2007

Gaggalagú

Á miðvikudaginn var fyrsti kennsludagurinn minn í skólanum. Hinar kennskukonurnar drápu fjórar hænur og suðu úr þeim súpu mér til heiðurs. Hjálp. Ég fékk æluna upp í kok þegar ég sá sundurtætta líkamspartana fljóta um í súpunni. Úff. Ég reyndi að útskýra blíðlega fyrir þeim að ég væri grænmetisæta. Það hitti ekki í mark. Þetta væru hænur úr sveitinni, lostæti. Ég klemmdi aftur augun og rétti fram diskinn. Sat svo með sundurtættan legg í kjöltunni, illa reyttann.. fjöður á stangli, og lít út á skólalóðina þar sem einn hani og tvær hænur voru á vappi. -Voru þær ekki fleiri í gær? Konurnar brosandi að hakka í sig, ein tyggur fót, bendir hlæjandi á hænsnin og segir; "Ví ít this!"

Paolo var að fá sjónvarp, í lit! Á fimmtudagskvöldið söfnuðumst við öll saman inn í herberginu hans, horfðum á ekvadoríska sápuóperu og tuggðum sykurreyr.

3 comments:

Grétar said...

vá, mér þykir þetta jafnvel enn rosalegra enn grásúpan. Alveg klikkað. Heppin að fá svona sykurreyr.

Anonymous said...

ahahah tu ert komin back to the future

Anonymous said...

mig langar í sykurreyr. Pant þú koma með svoleiðis heim handa mér. Ekki gera eins og þegar þu ætlaðir að gefa mér hnetur og ást þær í flugvélinni.