Á miðvikudaginn var fyrsti kennsludagurinn minn í skólanum. Hinar kennskukonurnar drápu fjórar hænur og suðu úr þeim súpu mér til heiðurs. Hjálp. Ég fékk æluna upp í kok þegar ég sá sundurtætta líkamspartana fljóta um í súpunni. Úff. Ég reyndi að útskýra blíðlega fyrir þeim að ég væri grænmetisæta. Það hitti ekki í mark. Þetta væru hænur úr sveitinni, lostæti. Ég klemmdi aftur augun og rétti fram diskinn. Sat svo með sundurtættan legg í kjöltunni, illa reyttann.. fjöður á stangli, og lít út á skólalóðina þar sem einn hani og tvær hænur voru á vappi. -Voru þær ekki fleiri í gær? Konurnar brosandi að hakka í sig, ein tyggur fót, bendir hlæjandi á hænsnin og segir; "Ví ít this!"
Paolo var að fá sjónvarp, í lit! Á fimmtudagskvöldið söfnuðumst við öll saman inn í herberginu hans, horfðum á ekvadoríska sápuóperu og tuggðum sykurreyr.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
vá, mér þykir þetta jafnvel enn rosalegra enn grásúpan. Alveg klikkað. Heppin að fá svona sykurreyr.
ahahah tu ert komin back to the future
mig langar í sykurreyr. Pant þú koma með svoleiðis heim handa mér. Ekki gera eins og þegar þu ætlaðir að gefa mér hnetur og ást þær í flugvélinni.
Post a Comment