Wednesday, July 18, 2007

Bananabrauð

Hvað gerðist?

Ég yfirgaf Montañita, borðaði yndislegan mat í Ayampe, gekk um evrópskar götur Cuenca, svaf í hostelherbergi með rauðu loftljósi í Loja, og er núna komin í langlífisdalinn, Vilcabamba.

Hér er ég í lúxuslifnaði í hæðunum fyrir ofan bæinn. Það er fáránlegt. Ég er samt að borga 9 dollara fyrir nóttina, sem er helmingi meira en ég er vön. En þessir níu dollarar gefa mér fallegt herbergi með undursamlegum rúmum og baðherbergi, sundlaug umlukta trjám, plöntum og blómum, morgunverðarhlaðborð (pönnukökur, namm!) Billiardborð, borðtennis, pílukast, sjónvarp og dvd myndir, hjól til að komast leiða minna, hádegismat, og gullfallegt útsýni. Ég veit að ég hef gleymt slatta.. en upptalningin í heild sinni yrði of löng (þessi upptalning er nú þegar orðin lengri en manneskja með eðlilegt athyglisspan nennir að lesa.)
Hér ætla ég að vera í tvo daga í viðbót. Svo liggur leiðin til Perú. 8 tíma rúta til Piura, á Hölluslóðir, jibbí!

Annars er ansi stutt í heimkomu. Óhuggulega stutt. Mánuður og fimm dagar, ekki meir. En tölum ekki um það núna. Ég ætla að hjóla aftur upp hæðina, stinga mér í sundlaugina, borða kaktus og spila risaskák.

Þangað til í Perú,
Slalom

5 comments:

Anonymous said...

ég kem heim nokkrum dögum á eftir þér... hlakka til að hitta þig gella!!! HAve fun

Halla Mía said...

salóme!! þú ert ábyggilega búin að fara til perú núna. skrifaðu mér. svo ég geti komið með smá meðmæli... hlakka rosalega mikið til að hitta þig... hafðu það megagott...

Unknown said...

Salóme min! Eg er i Cuzco og dad virkar ekki ad hringja i dig? Eg geng um goturnar i leit ad ljoshaerdum Salomekolli. Eg fer kannski i kvold, dad veltur svoldid a hvad du aetlar ad gera ef eg verd afram. :)
Lattu mig vita skvisa...
Dessi tvo simanumer virka;
0649815111(movistar)
0191812192(claro)

Anonymous said...

sætaskvíízz;)

farðu nú að koma heim. það er orðið dimmt á kvöldin og ég er einmana.

Unknown said...

Hey! tu tarna! Hvad segirru um ad skella ter til Guatemala a heimferdinni? hmm....?