Einn góðan veðurdag í Bólivíu settist ég niður á netkaffihúsi. Ég sat fyrir framan tölvuna í einn og hálfan- tvo tíma og dritaði niður öllu sem ég hafði gert í Perú. Eftir að hafa lokið verkinu ýtti ég á pöblish ..þá komu þessi líka fínu errorskilaboð, og tölvan lokaði öllum gluggunum.
Það var fjör.
Nú er þetta ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir, og mér finnst það ekki gaman.
En já, jarðskjálftinn í Perú, 7.9 úff. Ég er svo sannarlega góð í tímasetningunni. Var í Lima í tæpan sólarhring. Ég var með vinkonu minni í gleraugnabúð að máta gleraugu og litalinsur þegar skjálftinn byrjaði. Ég var að sjálfsögðu langsíðust að fatta hvað var í gangi, skildi ekki afhverju það var svona mikið basl að ná túrkisbláu litalinsunni úr vinstra auganu. Auli. Þetta var eins og sena úr bíómynd. Fólk flúði út á göturnar, öskraði, grét, bílarnir runnu til, rafmagnið flöktaði, þjófavarnarkerfi fóru í gang. Það sem hafði þó mest áhrif á mig var hversu ótrúlegur fjöldi fólks lagðist á bæn á götunni og bað af öllum lífs og sálar kröftum.
Það varð ekki mikill skaði í því hverfi Lima sem ég var stödd, rúður í einhverjum skrifstofubyggingum brotnuðu og bílar rákust eitthvað saman. Sumar blokkir voru rýmdar, en aðallega var fólk bara í miklu sjokki. Hinsvegar lögðust nokkrar borgir í rúst sunnar, og um 500 hafa fundist látnir.
Las áðan að skjálftinn hafi líka fundist í Chile, Ekvador og Kólumbíu.. það finnst mér merkilegt
Ég reyndi að vera ofsa kúl jarðskjálftavanur Íslendingur, en ég varð samt hrædd.
Sjáumst eftir viku,
Salóme
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
váá, ég var einmitt að spá í að fara til Perú en ekki ekvador og þá hefði ég verið þarna núna.. :S
Annars þá, jú, taugaveiki var líklegast it. :) get ekki beðið eftir að fara út, 4 dagar!!
Fyrir utan kannski jarðskjálftafærsluna er að lesa bloggið þitt soldið einsog að lesa talnapúkann. Kaktus og risaskák. Eins gott að þu ert heil á húfi kæri bróðir. Við mamma þín hleypum þér ekkert langt frá okkur aftur í bráð.
Post a Comment