Tuesday, September 2, 2008

Megahress

Þegar ég var að bíða á Heathrow um daginn fór ég í búð. Ég labbaði að kassanum, lagði sódavatn og póló (svona nammi sem er soldið bara eins og hart tannkrem) á borðið.

Afgreiðslukona: Mér er illt í hálsinum
Ég: ha? nú.. æjæj.
Afgreiðslukona:(skannar inn sódavatnið og pólóið) Já, ég er sko kvefuð, alveg rosalega kvefuð.
Ég: Nei, en leiðinlegt..
Afgreiðslukona: Já, svo er ég líka með hita. Ég var veik í gær, en mætti í vinnuna í dag.
Ég: Nú, þú ert dugleg að mæta, þú ert greinilega mjög veik.
Afgreiðslukona: Já, mér er líka illt í fætinum.
Ég: Ha? aumingja þú, svakalega ertu flott að mæta í vinnuna (borga og sting kaupunum í töskuna mína). En heyrðu.. láttu þér batna, ég þarf að ná flugi.
Afgreiðslukonan: Takk, blessbless.

No comments: