...Salóme Rannveig Gunnarsdóttir segist ekki sjá fram á farsæla prófatíð.
Dagurinn í dag var enn einn margra síðastliðnar vikur sem ég lærði ekkert sökum fréttaflæðis. Ég gæfi hundrað peninga fyrir smá gúrkutíð, svona rétt yfir skólamánuðina - sumarið má vera tími fréttanna. Ég er þó að sama skapi fegin því að þetta gerðist ekki fyrir fjórum árum, því það er fyrst núna að ég er nógu gömul til að ná utan um og skilja þetta allt saman. Það væri algjörlega ónýtt að hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast - til þess er þetta allt of stórt.
..annars grunaði mig hvað koma skyldi þegar fólk fór að hrynja í óléttu í kringum mig (bæði í raunveruleikanum og svo einum -vægast sagt skrýtnum- draumi). Ég man nefnilega eftir því að Helgi kennari sagði okkur einhverntíman í samfélagsfræði í 9. bekk að fólk eignaðist alltaf svo mörg börn á krepputímum.
Þegar ég sá svo að börnin voru að fara að hrannast inn hugsaði ég: Aha!
..og svo eyddi ég öllum peningnum mínum á meðan hann var ennþá einhvers virði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment