Monday, October 6, 2008

"Skilvirkni ljósvakamiðla stöðvar námsframvindu laganema"

...Salóme Rannveig Gunnarsdóttir segist ekki sjá fram á farsæla prófatíð.

Dagurinn í dag var enn einn margra síðastliðnar vikur sem ég lærði ekkert sökum fréttaflæðis. Ég gæfi hundrað peninga fyrir smá gúrkutíð, svona rétt yfir skólamánuðina - sumarið má vera tími fréttanna. Ég er þó að sama skapi fegin því að þetta gerðist ekki fyrir fjórum árum, því það er fyrst núna að ég er nógu gömul til að ná utan um og skilja þetta allt saman. Það væri algjörlega ónýtt að hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast - til þess er þetta allt of stórt.

..annars grunaði mig hvað koma skyldi þegar fólk fór að hrynja í óléttu í kringum mig (bæði í raunveruleikanum og svo einum -vægast sagt skrýtnum- draumi). Ég man nefnilega eftir því að Helgi kennari sagði okkur einhverntíman í samfélagsfræði í 9. bekk að fólk eignaðist alltaf svo mörg börn á krepputímum.
Þegar ég sá svo að börnin voru að fara að hrannast inn hugsaði ég: Aha!
..og svo eyddi ég öllum peningnum mínum á meðan hann var ennþá einhvers virði.

Tuesday, September 2, 2008

Megahress

Þegar ég var að bíða á Heathrow um daginn fór ég í búð. Ég labbaði að kassanum, lagði sódavatn og póló (svona nammi sem er soldið bara eins og hart tannkrem) á borðið.

Afgreiðslukona: Mér er illt í hálsinum
Ég: ha? nú.. æjæj.
Afgreiðslukona:(skannar inn sódavatnið og pólóið) Já, ég er sko kvefuð, alveg rosalega kvefuð.
Ég: Nei, en leiðinlegt..
Afgreiðslukona: Já, svo er ég líka með hita. Ég var veik í gær, en mætti í vinnuna í dag.
Ég: Nú, þú ert dugleg að mæta, þú ert greinilega mjög veik.
Afgreiðslukona: Já, mér er líka illt í fætinum.
Ég: Ha? aumingja þú, svakalega ertu flott að mæta í vinnuna (borga og sting kaupunum í töskuna mína). En heyrðu.. láttu þér batna, ég þarf að ná flugi.
Afgreiðslukonan: Takk, blessbless.

Tuesday, July 8, 2008

Djúp speki

Haha, stjórnuspá dagsins í dag:

VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar
Velgegni í dag reynist þér auðveld. Þú heldur þig við reynda formúlu og ættir að breyta þeim sem ekki virka lengur.



Ég sé ekki fyrir mér mikla velgengni þegar ég sit heima hryggbrotin og má ekki fara út úr húsi.
Eða kannski mun mér ganga einstaklega vel að horfa á sjónvarpið í dag?

Monday, July 7, 2008

Hryggbrot og sjónvarp

Á National Geographic stöðinni eru mjög flottir og vel gerðir heimildaþættir í gangi. En það er bara einum of vandræðalegt þegar það er alltaf verið að skjóta inn svona "reenactment" brotum, þar sem einhver frekar lélegur leikari er að þykjast gráta eftir að hafa skotið niður íranska farþegaþotu. Og þegar þrír leikarar þykjast vera að skríða út úr Pentagon 11. september.

---

Um daginn (fyrir svona mánuði) horfði ég á Dr. Phil þátt þar sem doktorinn var að tala um sjálfsmynd og það að við ættum öll að vera ánægð með okkur eins og við erum, og hætta að reyna öll að falla í sama formið.
Hann endaði þáttinn á því að senda feita stelpu í megrun, og gefa þremur gellum brjóstastækkun.
-án gríns.

Thursday, May 8, 2008

Hedfóns

Ef ég held vel fyrir eyrun á meðan ég hlusta á þetta lag, líður mér eins og kallarnir sem vinna í stjórnstöðinni í höfðinu á mér séu að halda reif.

Party on little dudes..

Saturday, May 3, 2008

Internetið mitt

Prófatörnin kynnti mig fyrir internetinu, og við urðum bestu vinir.

Eftirfarandi síður áttu hug minn allan í prófunum:

The Sartorialist
Flickr
Facebook
Icelandair & Iceland express (í leit að ótrúlegum útlandatilboðum sem ekki væri hægt að neita)
Öll þessi blogg ----------------->


Svo fór ég hinsvegar að fá leið á internetinu. Sem er fúlt, því þá hef ég ekkert til að gera nema læra.
Mín lausn á því vandamáli var fótósjopp.. það var líka rosalega gaman í nokkra daga:







..Núna ætla ég að hvíla mig aðeins á fótósjopp. Spenningurinn að minnka á þeim bænum líka.



Það er hinsvegar eitt sem ég þreytist aldrei á - Að hlusta á þennan mann syngja: