Friday, February 23, 2007

Halelúja

Krakkar, born.. ég hef fundid himnaríki á jordu. Thad er stadsett í Ekvador og heitir Ayampe. Himnaríki er tiltolulega lítill stadur, samanstendur af nokkrum strákofum, hengirúmum, og orfáum húsdýrum (haenur og einn asni). Thad stendur á strond vid kyrrahafid. Endalausri, hvítri strond innan um fjoll og pálmatré med fullthroskudum kókoshnetum. Í fjarska rísa eyjur upp úr hafinu sem grípa geislana vid sólsetur. Haegt er ad ganga lengst út í haf án thess ad sjórinn svo mikid sem nái manni upp ad mitti. Kaera fólk, thetta er lífid! Thar er ekkert internet, svo vid Haudur sitjum nú á netkaffihúsi í Montañita, litlum strandbae í ca. klukkutíma rútufjarlaegd frá Ayampe.
Í gaer drukkum vid límonadi í hengirúmunum okkar, lobbudum berfaettar í sandinum, og veltumst um eins og hafgúan (Rúv '96) í yndislega hlýjum sjó. Thad eru fáir tharna fyrir utan innfaedda. Bara vid og nokkrir brimbrettagaejar. Vid hofum framlengt veru okkar hér.
Montañita er adeins odruvísi baer. Staerri, en samt mjog lítill á baejarmaelikvarda. Thetta er svona baer thar sem fólk notar ekki skó og allt er ótrúlega afslappad. Hann er samt rosalega flottur. Ekkert plast sjáanlegt og oll húsin úr timbri med stráthokum, sama hvort thad sé netkaffihús eda heimili. Kirkjan er tho úr steini.
Núna aetlum vid Haudur ad fara og fá okkur eilífdardrykkinn, límonadi. Svo aetlum vid ad sofna í hengirúmunum okkar.

A díos.

6 comments:

Unknown said...

auuuu... það er eitt lag með Ratatat sem heitir einmitt Montanita.. tilviljun eða hvað?

Anonymous said...

ohh já montanita er æði!
öfunda ykkur..

Anonymous said...

ojjj hvad eg er vidurstyggilega ofundsjuk... tid erud nu meiri kukarnir kv. Snæfr.

Halla Mía said...

oh.. mig langaði svo að heyra í þér.. þetta er sannkallaður draumur í dós...
en þangað til næst....

Unknown said...

hljomar aedislega! Njottu din :)

Anonymous said...

Hafguan hahaha! Hun er aedi. Eg er i felagsfraedi. sendi ter meil a eftir.