Sunday, February 11, 2007

Stórt er spurt

Jæja, það er að koma að þessu. Klukkan er hálf fimm aðfaranótt sunnudagsins 11. febrúar, og því aðeins einn dagur til stefnu. Fólk segir að tíminn líði hratt. Síðustu vikur hef ég ekki verið sammála fólki.

Ég verð að biðjast formlega afsökunar á því að hafa ekki haldið kveðjupartý. Fólk er almennt ekki sátt. Ég þar á meðal. En ég afréð að mamma réði ekki við álagið sem gæti fylgt partýstandi. Mamma er ótrúlega ó-partýsinnuð, og segir hluti eins og; "Æ, ég nenni ekki á Edduna" og "Æ, Salóme ég ætla bara að sleppa því að fara með honum pabba þínum á þessa árshátíð í Lundúnum"
Mamma tilkynnti það hátt og skýrt á sínum tíma að hún ætlaði sér nú að leggjast í afneitun, og myndi halda því ástandi þangað til hún neyddist til að takast á við sannleikann á flugvellinum. Upp á síðkastið er þó veruleikinn farinn að grípa örmum sínum um hana öðru hvoru sem gerir það að verkum að eina stundina er mamma hlæjandi, brosandi, og þá næstu brestur hún í grát. Þó líða aðeins nokkur andartök áður en hún er aftur komin í samt horf. Eins og ekkert hafi í skorist.

Það er vegna þessara geðklofaeinkenna móður minnar sem ég ákvað að veifa rétti mínum til kveðjupartýs.
Annars veit ég ekki um neinn annan sem hefur flutt til útlanda án þess að halda kveðjupartý.
Hm.

Núna held ég á 200 dollurum í vinstri.


Ég er orðin óhuggulega góð í þessum landafræðileik. Gellan er að skora upp í 98%.
Ég tapaði í gettu betur áðan.
Á ég eftir að sakna ykkar?

4 comments:

OlgaMC said...

hér sit ég að frjósa úr kulda og læt mig dreyma um hlýrri staði. ég öfunda þig, en mun vera í sömu sporum bráðlega og óska þér alls hins besta í þessu ferðalagi. sendi þér brátt mail til að fæ smá info on the sjálfboðastarf. hafðu það gott og ekki deyja.

OlgaMC said...

já! ég gleymdi aðalatriðinu, ég sá kjartan guðjónsson í leikhúsi í gær. yeah!

Unknown said...

Nu ertu logd af stad!
Oska der hins besta og njottu! :D
Vonandi verdur detta gaman og odruvisi og storkostlegt og sma atak og ... an efa eftirminnilegt.

Einar Aðalsteinsson said...

Ertu svona sjúklega góð í Afríkulöndunum? Þau eru óendanlega mörg. Ég næ mest 69. Á greinilega langt í land...