Saturday, April 7, 2007

Canoa og brimið.

Ég hef tvisvar farið á netkaffihús síðan síðasta færsla var birt. Í bæði skiptin talaði ég við mömmu og pabba svo lengi ókeypis á skæp að þegar samtölunum lauk var ég komin með ógeð á netinu, og vildi komast út í sólina, ég biðst forláts. Núna sit ég hinsvegar á kennara- foreldrafundi og skrifa þessa færslu í bók. (Og núna er ég að skrifa hana upp í tölvu á ströndinni). Mér finnst það góð tímanýting þar sem fundurinn fer nánast allur fram á kichwa, og framlag mitt því takmarkað við setningar á borð við: "Ég þvæ diskana" og "Ég er að fara til Otavalo".

Um daginn fórum við fjögur í heimsókn til Minas Chupa- samfélagsins sem Nicole (us) og Amelie (de) kenna í. Þar voru hátíðarhöld sem við tókum þátt í í tilefni dags konunnar. Spiluðum mikið blak í drullunni og ég fékk að vera í liði með forseta samfélagsins. Í öllum æsingnum tókst mér að segja hluti eins og "mister president!" og "Go! President! Go!". Á meðan við vorum að háma í okkur empanadas til að ná upp orkunni eftir "tryllta" ekvadoríska dansa tókum við eftir tónlist í pínu fjarlægð. Við sáum lítið vegna þokunnar (sem er nánast alltaf þarna, Minas Chupa er byggt í svokölluðum skýjaskógi) en við vorum forvitin og gengum á hljóðið. Þegar við komum nær sáum við þorpsbúa í einskonar skrúðgöngu. Sumir söngluðu, aðrir þögðu. Öll héldu þau á hænum. Fyrir þeim gengu menn með flautur, trumbur og fiðlur og spiluðu frekar drungalega tónlist. Skrúðgönguna leiddi þessi maður:

Það óhuggulegasta var þegar hann leit beint í augun á mér, og ég sá að augun á þessum gamla frumbyggja voru ísblá. Skrúðgangan fór langar leiðir, stoppandi öðru hvoru í dansi. Allir héldu um fæturnar á hænunum og dönsuðu með þær yfir höfði sér. Loks var komið á stað þar sem prestur stóð og blessaði hverja hænu fyrir sig áður en þeim var hlaðið á trukk. Okkur var samt að þetta væru gjafir til kirkjunnar.



..Núna sit ég á ströndinni í yndislegum hita og vellíðan. Síðustu tveir dagar hafa nánast allir farið í brimbrettakennslu á litlum brettum sem ég kýs að kalla aulabretti.. Þetta er friggin ass gaman! Svo skipti ég yfir og prófaði alvöru brimbretti. Og eftir það, þá held ég að ég neyðist því miður að flytja úr samfélaginu mínu á ströndina. Ég veit ekki hvort að sálin mín eigi eftir að ráða við það að prófa eitthvað svona skemmtilegt, og sjá því svipt frá sér jafnóðum.
Hér lifum við á ávaxtasafa og sjáfarfangi, sem er svo gott hérna að ég tárast. Ég er ennþá að skrifa þesa færslu í bók, því ég held að það sé ekki net í þessum bæ.

Ég fer heim í kvöld.

3 comments:

Anonymous said...

ég þrái sól! væriru til í að senda smá í pósti? og hugsanlega líka fallega strönd og smá brim?
Hvernig gengur annars kennslan?

kv.Rakel

Anonymous said...

King of the road....

Anonymous said...

Hljomar eins og draumur! Viltu kenna mer a bretti? :)