Monday, October 13, 2008
Monday, October 6, 2008
"Skilvirkni ljósvakamiðla stöðvar námsframvindu laganema"
Dagurinn í dag var enn einn margra síðastliðnar vikur sem ég lærði ekkert sökum fréttaflæðis. Ég gæfi hundrað peninga fyrir smá gúrkutíð, svona rétt yfir skólamánuðina - sumarið má vera tími fréttanna. Ég er þó að sama skapi fegin því að þetta gerðist ekki fyrir fjórum árum, því það er fyrst núna að ég er nógu gömul til að ná utan um og skilja þetta allt saman. Það væri algjörlega ónýtt að hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast - til þess er þetta allt of stórt.
..annars grunaði mig hvað koma skyldi þegar fólk fór að hrynja í óléttu í kringum mig (bæði í raunveruleikanum og svo einum -vægast sagt skrýtnum- draumi). Ég man nefnilega eftir því að Helgi kennari sagði okkur einhverntíman í samfélagsfræði í 9. bekk að fólk eignaðist alltaf svo mörg börn á krepputímum.
Þegar ég sá svo að börnin voru að fara að hrannast inn hugsaði ég: Aha!
..og svo eyddi ég öllum peningnum mínum á meðan hann var ennþá einhvers virði.
Tuesday, September 2, 2008
Megahress
Afgreiðslukona: Mér er illt í hálsinum
Ég: ha? nú.. æjæj.
Afgreiðslukona:(skannar inn sódavatnið og pólóið) Já, ég er sko kvefuð, alveg rosalega kvefuð.
Ég: Nei, en leiðinlegt..
Afgreiðslukona: Já, svo er ég líka með hita. Ég var veik í gær, en mætti í vinnuna í dag.
Ég: Nú, þú ert dugleg að mæta, þú ert greinilega mjög veik.
Afgreiðslukona: Já, mér er líka illt í fætinum.
Ég: Ha? aumingja þú, svakalega ertu flott að mæta í vinnuna (borga og sting kaupunum í töskuna mína). En heyrðu.. láttu þér batna, ég þarf að ná flugi.
Afgreiðslukonan: Takk, blessbless.
Tuesday, July 8, 2008
Djúp speki
VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar
Velgegni í dag reynist þér auðveld. Þú heldur þig við reynda formúlu og ættir að breyta þeim sem ekki virka lengur.
Ég sé ekki fyrir mér mikla velgengni þegar ég sit heima hryggbrotin og má ekki fara út úr húsi.
Eða kannski mun mér ganga einstaklega vel að horfa á sjónvarpið í dag?
Monday, July 7, 2008
Hryggbrot og sjónvarp
---
Um daginn (fyrir svona mánuði) horfði ég á Dr. Phil þátt þar sem doktorinn var að tala um sjálfsmynd og það að við ættum öll að vera ánægð með okkur eins og við erum, og hætta að reyna öll að falla í sama formið.
Hann endaði þáttinn á því að senda feita stelpu í megrun, og gefa þremur gellum brjóstastækkun.
-án gríns.
Thursday, May 8, 2008
Saturday, May 3, 2008
Internetið mitt
Eftirfarandi síður áttu hug minn allan í prófunum:
The Sartorialist
Flickr
Icelandair & Iceland express (í leit að ótrúlegum útlandatilboðum sem ekki væri hægt að neita)
Öll þessi blogg ----------------->
Svo fór ég hinsvegar að fá leið á internetinu. Sem er fúlt, því þá hef ég ekkert til að gera nema læra.
Mín lausn á því vandamáli var fótósjopp.. það var líka rosalega gaman í nokkra daga:
..Núna ætla ég að hvíla mig aðeins á fótósjopp. Spenningurinn að minnka á þeim bænum líka.
Það er hinsvegar eitt sem ég þreytist aldrei á - Að hlusta á þennan mann syngja:
Thursday, April 24, 2008
Leppalúði
Ef einhver veit hvað Loðinn Leppur (hét hann það ekki annars?) gerði árið 1281, þá er ég ýkt forvitin og þætti gaman að heyra.
Ég var að finna fjögurra ára gamla ferskeytlu eftir menntaskólasalóme.
Hún er ekki næs.
Jógúrtina sötraði með semingi og fann
súran kekk sem ekki átt' að vera.
Í hægindum upp hálsinn á mér ælan síðan rann
og heilsað' uppá klósettsetu bera.
Thursday, April 17, 2008
Almenn lögfræði
það væri næs
ef einhver gæti einhvernveginn reddað því..
takk.
P.s. Ég vil þennan jakka.
Wednesday, April 9, 2008
Chucky baby
Handahófskenndar staðreyndir um Chuck Norris:
It takes Chuck Norris 20 minutes to watch 60 minutes.
Chuck Norris can divide by zero.
Chuck Norris counted to infinity –twice.
Chuck Norris does not sleep, he waits.
Chuck Norris ordered a Big Mac at Burger King and got one.
Chuck Norris can slam a revolving door.
Chuck Norris can touch MC Hammer.
Chuck Norris doesn't read books. He stares them down until he gets the information he wants.
Chuck Norris once played Russian roulette with a fully loaded gun and won.
Chuck Norris doesn't use pickup lines, he says "now".
When Chuck Norris plays Monopoly it affects the world economy.
If Chuck Norris jumps in a lake does he get wet? No. The water gets Chuck Norris.
When Chuck Norris goes to donate blood he declines the syringe and instead requests a hand gun and a bucket.
Chuck Norris was once hit by a bus. There were no survivors.
Chuck Norris doesn't dodge bullets. Bullets dodge Chuck Norris.
When Chuck Norris drinks Vodka, Vodka gets drunk.
Chuck Norris doesn't fear death, death fears Chuck Norris.
Chuck Norris once ate a whole cake before his friends could tell him there was a stripper in it.
When Chuck Norris does a push-up, he isn't lifting himself up, he's pushing the earth down.
Chuck Norris can eat soup with a fork.
Chuck Norris can rhyme with orange.
Chuck Norris can lick his elbow.
Chuck Norris puts the 'fun' in funeral.
Chuck Norris' dandruff is 100% pure cocaine.
Chuck Norris once bet NASA he could survive re-entry without a spacesuit. On July 19th, 1999, a naked Chuck Norris re-entered the earth's atmosphere, streaking over 14 states and reaching a temperature of 3000 degrees. An embarrassed NASA publicly claimed it was a meteor, and still owes him a beer.
Chuck Norris does not believe in Germany.
Chuck með byssur
Þetta hefur ekkert að gera með Chuck Norris:
Friday, April 4, 2008
Þjóðarbókhlaðan
Tuesday, April 1, 2008
Andorra
Maðurinn fer heim með skóna, notar þá og er ánægður.
Daginn eftir sörfar hann netbankann og sér að afgreiðslustúlkan tók óvart bara 1,100 krónur af kortinu í stað þeirra tólfþúsund sem skórnir kostuðu.
Hvað á hann að gera?
Ég lenti í þessu um helgina. Ég spurði alla sem mér hugsanlega datt í hug hvað ég ætti að gera. Er núna búin að ákveða mig.
Ansans.
Mér finnst þetta ótrúlega fyndið.
Sunday, March 30, 2008
Thursday, March 20, 2008
Orð
Og hefur enska orðið "disgusting" eitthvað að gera með spænsku sögnina "gustar"?
Og varð íslenska orðið "kaupmaður" til vegna þess að flestir þeir sem komu til Íslands að versla voru frá Köben?
Wednesday, March 12, 2008
Krakkhóra
Eitt var bara svona blogg, og hitt var krakkhóran. Það átti að vera svona blogg fyrir dótið sem myndi gera mömmu og pabba hrædd um mig. Þannig gæti ég miðlað ráns- og hrakfallasögum án þess að fá foreldra mína til Ekvador í næstu flugvél til þess eins að sópa mér beint aftur heim.
Svo fannst mér líka svolítið fyndið að hafa blogg sem héti svona ljótt, og við Hörður tókum meiraðsegja krakkhórumyndir til að hafa sem bakgrunn á nýja fína krakkhórublogginu.
Allavegana, þá gafst ég strax upp á þessu. Ég komst fljótt að því að ég átti í mestu erfiðleikum við að halda einu bloggi gangandi, og sá að krakkhóran yrði ekkert nema mögulega fyndin hugmynd.
Þó eru tvær færslur á krakkhórunni, sú fyrri segir orðrétt: "ef ferðin verður skemmtileg, verður eitthvað skrifað hér, annars ekki."
Þá veit ég það.. það var ekki skemmtilegt í útlöndum.
Það er líka gaman að nefna það að Droplaug er með hlekk á krakkhóruna á blogginu sínu... takk D.
Annars ætlaði ég ekkert að tala um það, heldur benda fólki, eða kannski bara minna sjálfa mig á dálítið..:
Mér finnst þetta svolítið gott.. þetta er land með fána þjóðsöng, gjaldmiðil, vegabréf og allt. Held reyndar að það sé búið að selja það hæstbjóðanda.
Það stóð allavegana til.
*Þetta blogg er tileinkað Benna Hall, sem bað mig um að blogga einhverntíman í janúar