Tuesday, July 3, 2007

Tulcán og Kólumbía

Jáh, við Símon skruppum til landamærabæjarins Tulcán í fyrradag og spókuðum okkur aðeins. Skoðuðum kirkjugarðinn sem er án efa sá fegursti í Suður Ameríku, ef ekki í heiminum. Kirkjugarður svo fallegur að hann býður manni að deyja. Hann er ótrúlega stór, þakinn öllum þeim fígúrum sem manni getur látið sér detta í hug.. klipptar út í sígræna runna. Langir grænir völundarhússtígar og grafhýsi. Eftir að við vorum búin að labba um kirkjugarðinn í nánast fjóra tíma var farið að dimma, svo við keyptum okkur kínverkan teikát og horfðum á die hard tvö sem var í sjónvarpinu sem var á hótelinu okkar (Geggjað! Hafði ekki horft á sjónvarp í þónokkra mánuði) Úttroðin af vestrænni menningu fórum við svo að sofa alsæl.
Dagin eftir ákváðum við síðan að skella okkur aðeins til Kólumbíu. Við byrjuðum á því að fara ólöglega inn í landið. Slepptum öllu immigration prósessinu, og valhoppuðum yfir til Kólumbíu. Svo nefndi Símon vegabréfið sitt í einhverju spjalli og þá rann upp fyrir okkur að við höfðum alveg gleymt vegabréfastússinu. Við auluðumst aftur yfir til Ekvador og Fengum leyfi til að yfirgefa landið, og annað leyfi og stimpil til Kólumbíu. Svo fórum við aftur yfir landamærin, löglega í þetta skiptið. Kólumbía var mjög skemmtileg, þótt við höfum ekki farið langt inn í landið. Við fórum á mest heimsótta pílagrímaáfangastað í Suður Ameríku, klettavegg í gljúfri þar sem María mey er sögð hafa birst árið 1750. Nú er búið að byggja undurfallega kirkju í klettavegginn, og er altarið staðurinn sjálfur þar sem María mey birtist lítilli daufdumbri stúlku og móður hennar.
Við drukkum ljúffengt kaffi og borðuðum karamellur. Að lokum fórum við aftur til Ekvador. Í bílnum á leiðinni til Tulcán var ótrúlega mikið af hressu og skemmtilegu fólki og það vara rosa fjör alla leiðina, og mikið spjallað. Þegar við vorum að keyra inn í Tulcán spyr bílstjórinn hvort við hefðum þurft að bíða lengi í immigrationinu á leiðinni út úr Kólumbíu. Ha? Sögðum við.. við fórum ekki í neitt svoleiðis.

..Aftur höfðum við farið ólölgega yfir landamærin. Bílstjórinn varð mjög alvarlegur og sagði að þetta væri alls ekki gott, því að tæknilega værum við ennþá í Kólumbíu. Svo var brunað til baka að landamærunum og við fengum rétta stimpla.
Hefði bílstjórinn ekki spurt okkur að þessu hefðum við heldur betur lent í vandræðum þegar löggurnar hópuðust inn í rútuna okkar stuttu seinna og heimtuðu pappíra.

Aular.

5 comments:

Anonymous said...

je dúdda, það væri nú allveg eftir þér vinan að verða handtekin af einhverri Kolembiskri logreglu því þú fórst óvart yfir landamærin ólöglega hehe.... fardu næu bara varlega elskan og hver er þessi símon?

Anonymous said...

Ha,ha,ha háttvirta frænkan mín góð. Hefðir vart verið til frásagnar svona fljótt ef bílstjórinn góði hefði ekki heyrt vermdarengil þinn hvísla svo fagurlega í eyra hans hvort dvöl ykkar í "immigrationinu" hefði verið löng og hann fleytt spurningunni áfram. Hvar værir þú núna ef ekki...? Ef stórt er spurt, er fátt um svör...;-)
Ævintýrin gerast ekki betri en þetta. Sannkallað HJÚKKET ævintýri. Hafðu það sem allra, allra best blómarósin mín. Kristín Sólveig, Margrét Björk og Grétar Þorgils biðja að heilsa þér með rembingskossi og risakremju. Elskum þig og mundu að fara ætíð varlega.
Kv. Jóna Björk og co. Vestmannaeyjum

Unknown said...

Jesus bobby!

Anonymous said...

thad er mjog gaman ad lesa um aevintyrin thin Salome :)
Vertu nu dugleg ad blogga og hafdu thad rosalega gott!!
Kvedja
Iris Sif

Anonymous said...

Snillingur!! hver er símon?
kv Rakel pakel