Tuesday, February 27, 2007

Banana fields forever

Ég er búin að hitta fjölskylduna mína. Hún heitir Dolores, hann Sebastian. Þau eiga fimm börn og eitt þeirra á barn líka. Sebastian nær mér ekki upp að öxlum.
Þau eru samt mjög indæl og tóku vel á móti mér. Hún talar samt frekar tæpa spænsku svo ég þarf að fara að taka mig á í ketchua. Þarna er spænska eitthvað sem fólk lærir í skóla. Enn sem komið er kann ég bara að segja góðan daginn, svo samskiptaörðuleikar eru töluverðir.

Á leiðinni frá Guayaquil til Quito um daginn keyrði rútan mín framhjá bananaökrum Dole. Þá sá ég bananatré í fyrsta skipti. Þau eru mjög bananaleg. Allavegana, þá þótti mér akrarnir heldur stórir, svo ég ákvað að gaman væri að taka tímann, sjá hversu lengi rútan væri að keyra framhjá. Við keyrðum og keyrðum.. stundum komu hús, en öll voru þau með bananaakur í stað bakgarðs. Svo tók sólin að setjast. Og það kemur í ljós, að það er mjög svipað að horfa á bananaakra þjóta hjá í myrkri, og að telja kindur. Endalaust og svæfandi.
Ég sofnaði.
Ég vaknaði. -Bananatré.
Ég sofnaði og vaknaði í Quito.

Talandi um banana, þá flýgur sú saga um meðal útlendnga að Ísland sé stærsti bananaræktandi Evrópu. Satt? Gúglið það!

Fróðleikskorn: Í Ekvador þarf maður ekki að vera mjór til að ganga í magabol. Maður þarf heldur ekki að vera kvenkyns.

5 comments:

Unknown said...

thu munt massa cuechua!

Anonymous said...

Já, bananar eru góðir! mmmmm...

Anonymous said...

eitt af því fáa sem ég kann í quichua er yahuar og cocha - blóð og vatn!

Anonymous said...

Hvern hefdi grunad ad bananatre gætu verid svona BANANALEG?

Anonymous said...

ahahaha se fyrir mer mjog feitan mjog litinn strak i magabol hehe kv. Snæfr