Thursday, April 24, 2008

Leppalúði

Ég er alveg búin að skipta um skoðun á þessum jakka. Mig langar ekkert í hann.

Ef einhver veit hvað Loðinn Leppur (hét hann það ekki annars?) gerði árið 1281, þá er ég ýkt forvitin og þætti gaman að heyra.


Ég var að finna fjögurra ára gamla ferskeytlu eftir menntaskólasalóme.
Hún er ekki næs.

Jógúrtina sötraði með semingi og fann
súran kekk sem ekki átt' að vera.
Í hægindum upp hálsinn á mér ælan síðan rann
og heilsað' uppá klósettsetu bera.

4 comments:

Anonymous said...

ji, hugsaðu um allt fólkið sem var búið að kaupa þennan jakka handa þér í sumargjöf...

er leppalúði loðinn leppur?

Anonymous said...

Púra snilld.

Anonymous said...

Jiihh hvað þetta er skemmtilegt!! Mig langaði ákkúrat líka í þennan jakka. Ég er reyndar líka á báðum áttum núna. Hann er náttúrlega bleikur og allt það. En hver veit nema við finnum hann í Barselónu??

Salóme said...

Hihi, ef hann finnst í barselónunni, verður hann að sjálfsögðu mátaður.. bleikur eður ei.